Vélvirkjun á ferð og flugi

Nemendur á 6. önn í vélvirkjun heimsóttu fyrirtækið Ísar.
Nemendur á 6. önn í vélvirkjun heimsóttu fyrirtækið Ísar.

Nemendur á 6. önn  í vélvirkjun heimsóttu fyrirtækið Ísar nýverið, en fyrirtækið er að smíða fyrsta íslenska bílinn sem á að fjöldaframleiða. Ari Arnórsson, stofnandi fyrirtækisins tók á móti hópnum af miklum höfðingsskap. Tilgangur ferðarinnar var þríþættur í fyrsta lagi að sjá hvernig ferlið er frá hugmynd að veruleika, hvað það eru ótal mörg handtök og hugsanir sem fara í svona verkefni. Í öðru lagi að sjá hversu mikilvægt það er að hafa trú á því sem maður er að gera og hversu langt sú trú getur komið manni. Í þriðja lagi var um skemmtiferð að ræða þar sem margir úr hópnum er að útskrifast og langaði að gera eitthvað saman því það er staðreynd lífsins að oft myndast mjög sterk tengsl í gegnum skólagönguna, margir eignast sína bestu vini fyrir lífstíð einmitt á þessum árum.

Þessi heimsókn nýttist mjög vel því í svona verkefnum er komið inn á svo ótalmarga hluti sem tengist náminu. Má þar nefna smíði, suðuvinnu, burðarþol, efnisval, vélbúnaður ásamt ótal mörgu öðru. Það hefur verið forréttindi fyrir mig að verða samferða þessum strákum.

Sigurþór Leifsson, kennari í vélvirkjun.