VÉLVIRKJANEMENDUR KLÆÐAST HLÍFÐARFATNAÐI

Miðvikudaginn 3. september síðastliðinn fengu nýnemar á vélvirkjabraut afhentan fata- og verkfærapakka. Þetta er liður í að koma öllum nemendum í viðeigandi hlífðarfatnað í verksal. Þessi pakki eða gjöf samanstendur af vinnuskóm, vinnubuxum, peysu ásamt öryggisgleraugum og rennimáli. Fyrirtækið Sindri útvegaði föt og verkfæri og veitti rausnarlegan afslátt og Fossvélar og FSu styrktu verkefnið svo um munaði. Peysurnar eru merktar Fossvélum, Sindra og FSu á baki og buxurnar á skálm.

Hópmyndin af fullklæddum heiðursnemendum ásamt Sigurþóri Leifssyni kennara og Birtu Dröfn frá Sindra er tekin við afhendingu gjafarinnar.

gvo / jöz