Velgengni í stærðfræðikeppni.

Hildur Tanja Karlsdóttir(15 ára) lenti í 5.-6. sæti yfir landið í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema á yngra stigi.

Keppnin fór fram rafrænt þriðjudaginn 13. október 2020. Öllum framhaldsskólanemum landsins er boðin þátttaka í keppninni.

Þetta er því annað árið í röð sem nemendur frá F.Su. lenda í toppsætum forkeppninnar. Vonandi verður það hefð hér eftir.

Hildi býðst þátttaka í úrslitakeppni sem fram fer í byrjun mars 2021. Við erum afar stolt af árangrinum og hjartanlega til hamingju Hildur!

 

meira má lesa um keppnina hér

 

Hildur Tanja