Vel heppnuð æfing

Þriðjudaginn 22. september var haldin brunaæfing í FSu. Eftir að viðvörunarbjöllur höfðu klingt tvisvar stormuðu nemendur og kennarar stystu leið út úr skólanum og biðu þess að hættBrunaliðið: Arnlaugur, Inga, Þorvaldur og Þórarinnuástandi yrði aflétt. Að þessu sinni tók aðeins hálfa þriðju mínútu að rýma skólann, sem er nýtt met í brunavarnasögu hans að sögn „Brunaliðsins”, eins og öryggisnefndin sem stendur fyrir þessum uppákomum er stundum nefnd.