Vel heppnaður nýnemadagur

Nýnemadagur var haldinn í FSu föstudaginn 20. ágúst. Hér er um nýjung að ræða í FSu sem miðar að því að taka betur á móti nýnemum en áður hefur tíðkast. Eftir að hafa hitt umsjónarkennara sína tók við mikil dagskrá með stöðvavinnu þar sem ýmsar hliðar skólans voru kynntar. Þá stóð nemendafélagið fyrir ratleik um skólann til að kynna starfsemina. Loks var boðið upp á næringu í mötuneytinu. Góð mæting var á þennan fyrsta nýnemadag og vonandi að framhald verði á.