Vel heppnaður forvarnarmánuður

Vel heppnaður forvarnarmánuður
Vel heppnaður forvarnarmánuður

Október var forvarnarmánuður í FSu. Í hverri viku var boðið upp á fyrirlestra sem voru aðgengilegir fyrir alla nemendur skólans og fluttir í sal skólans. Efnistök voru fjölbreytt, en meðal efnis var geðvernd, geðheilsu og , rafrettur og munntóbak, verkefnið útmeð‘a, erindi um kannabisneyslu og afleiðingar hennar og forvarnarfyrirlestur um kynsjúkdóma og ótímabæra þungun. Fyrirkomulagið tókst vel, mæting fín og áhugi mikill. Gaman var að sjá hvað margir nemendur höfðu beðið kennara um leyfi til að mæta á fyrirlestra í sal. 

Fyrirlesarar voru ánægðir, fannst gaman að koma hingað og finna fyrir áhuga nemenda. 

Í kjölfar þessa átaks má nefna að á dagskránni er að stofna 0% FSu hér í næstu viku, en sú hugmynd kom í kjölfar fyrirlestursins um rafrettur og vímulausan lífsstíl. Það eru fleiri 0% hópar í öðrum framhaldsskólum og stefnt á meira samstarf á milli þeirra. Þessir hópar eru angi af IOGT sem eru alþjóðleg bindindissamtök en 0% hóparnir eru ungt fólk sem hittist og brallar eitthvað skemmtilegt saman án áfengis og vímuefna. Fulltrúi frá unga fólki mætti á fyrirlesturinn hér í FSu og sýndi myndband sem hópurinn í Reykjavík hafði gert og var afar skemmtilegt.

Forvarnarfulltrúi FSu er Guðbjörg Grímsdóttir.