Vel heppnaðir regnbogadagar

Fyrir páska voru haldnir Regnbogadagar í FSu þar sem áhersla var lögð á mannréttindi og jafnrétti. Hver dagur fékk sinn lit og voru nemendur og starfsfólk hvattir til að mæta í þeim lit sem átti við hvern dag. Regnbogafáninn var dreginn að húni við skólann. Einnig var opinn dagskrárliður tileinkaður mannréttindum eða jafnrétti hvern regnbogadag. Meðal efnis sem var á dagskrá var fræðslufyrirlestur frá Samtökunum ´78 undir yfirskriftinni „Hvað er að vera Hinsegin?“, hljómsveitin Eva hélt tónleika og ræddi við áheyrendur um hinsegin málefni, Amnesty á Íslandi ræddi við nemendur um sitt starf í þágu mannréttinda, sólmyrkvinn var skoðaður á gulum föstudegi, kór skólans söng hamingjulög á alþjóða hamingjudeginum, hinsegin tónlist var spiluð á göngum skólans, regnbogakökur voru til sölu og nemendur og starfsfólk tók þátt í gjörningi þar sem varpað var ljósi á launamisrétti kynjanna. DSCN0983Kennarar gátu svo notað efniviðinn í verkefnavinnu með nemendum að vild. Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu skólans.