Veggjalist og hestamennska hittust í Smiðjunni

Svo skemmtilega vildi til í vikunni að kennarar á bæði myndlista- og hestabraut ákvæðu að notfæra sér aðstöðuna í Smiðjunni í Hamri við kennslu á sama tíma. Nemendur á hestabraut voru að kryfja fætur hrossa sem er liður í að bæta þekkingu þeirra á járningum á meðan myndlistanemar voru að undirbúa fleti fyrir veggjalist. Tekin var sú ákvörðun að prófa að kenna bæði fög í sitthvorum enda stofunnar, samkomulagið og samveran var frábær og veitti nemendum bæði innblástur og áhuga fyrir báðum viðfangsefnum. 

Þess má í framhjáhlaupi geta að leiklist er líka kennd í Smiðjunni og spurning hvor að unnt sé að leiða saman hesta, veggjalist og leiklist á einhverjum tímapunkti.