Vefir á Bollastöðum

Elísabet Helga Harðardóttir myndlistarkennari sýnir nú myndvefnað á Bollastöðum, kaffistofu kennara. Á sýningunni eru nokkrar myndir úr verkinu “Sagan um dýrið”, unnar á árunum 1986-1987. Myndirnar eru ofnar í standandi vefstól. Ívafið er alls konar fataefni klippt niður í ræmur og uppistaðan er bómullargarn. Elísabet útskrifaðist með myndlistakennarapróf  frá Myndlista – og Handíðaskóla Íslands 1981 og hefur kennt myndlist í Fjölbrautaskóla Suðurlands frá vorönn 1989. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga á Selfossi, Hvammstanga, í Mosfellsbæ og Reykjavík og tekið þátt í allmörgum samsýningum.