Vantar þig hljóðbækur?

Nemendur með greiningu um námserfiðleika eiga rétt á aðgangi að hljóðbókum í námi sínu. Hér á eftir eru upplýsingar um hvernig ferlið gengur fyrir sig.

1. Greining úr grunnskóla þarf að berast til náms- og starfsráðgjafa í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Foreldrar og forráðamenn verða að biðja um að gögn séu send milli skólastiga
2. Þegar greining er komin getur nemandi komið til náms- og starfsráðgjafa og skrifað undir upplýst samþykki til að fá aðgang að hljóðbókum, sjá hér.
3. Nemandi þarf síðan að hringja í 54 54 916 til að fá lykilorð og síðan er hægt að nálgast hljóðbækur á heimasíðu Blindrabókasafnsins þegar hentar, sjá leiðbeiningar hér.