Vandamál í Garðaborg

Stjórnendur skólans, þau Ása Nanna Mikkelsen áfangastjóri, Ragnheiður Ísaksdóttir námsferilsstjóri, Þórarinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari og Örlygur Karlsson skólameistari, sóttu á dögunum námskeið Félags íslenskra framhaldsskóla (FÍF) en í því félagi eru þeir stjórnendur framhaldsskólanna sem eru í 50% starfi eða meira. Námskeiðið var haldið á Flúðum og sóttu það rúmlega 50 stjórnendur. Flensborgarskóli og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ skipulögðu námskeiðið. Þar var fjallað um ýmis vandamál „Framhaldsskólans í Garðaborg“. Þátttakendur voru settir í ýmis stjórnendahlutverk og áttu að leysa vandmál í vinnuhópum. Vandamálin tengdust starfsmannamálum, nemendum, skólareglum, gerð skólasamnings og skipuriti skólans. Var námskeiðið hið besta og bæði til gagns og gamans.