Útskriftarverkefni sjúkraliðanema kynnt

María Cristina Carlosdóttir, Geirlaug Sunna Þormar, Íris Björk Magnúsdóttir, Selma Ágústdóttir, Tinn…
María Cristina Carlosdóttir, Geirlaug Sunna Þormar, Íris Björk Magnúsdóttir, Selma Ágústdóttir, Tinna Soffía Traustadóttir, Hjördís Inga Atladóttir, Íris Hanna Rögnvaldsdóttir, Orri Ibsen Ólafsson og Íris Þórðardóttir.

Miðvikudaginn 1. maí, var haldin málstofa sjúkraliðabrautar FSu í Iðu þar sem átta nemendur kynntu efni útskriftarverkefna sinna. Nemendur tókust á við fjölbreytt viðfangsefni og ræddu um ADHD, geðklofa, kvíðaraskanir, Spænsku veikina, brjóstakrabbamein, geðhvarfasýki, heilaáföll og átraskanir. Öll erindin voru nemendum til sóma. Fjölmargir gestir hlýddu á erindin og fengu sér kaffi að málstofu lokinni. Kennari er Íris Þórðardóttir.