Útskrift í handknattleiksakademíunni

Laugardaginn 1. maí var útskrift hjá handknattleiksakademíu FSu. Tíu drengir útskrifuðust eftir þriggja ára nám. Góður árangur er strax sjáanlegur af störfum akademíunnar sem t.d. má sjá af því að í 20 ára landsliði Íslands í handbolta eru fjórir af 18 manna hóp búnir að fara í gegnum þriggja ára nám hjá FSu-akademíunni. Handknattleiksdeild Selfoss nýtur einnig góðs af öflugu starfi akademíunnar en karlalið Selfoss vann sér sæti í efstu deild á dögunum.