Upptökur í tónsmiðju

Nemendur í TÓS 173 (Tónsmiðja) eru þessa dagana að semja eigin lög og texta og stefnt er að því að hefja upptökur á þeim strax að loknu vetrarfríi.  Þema tónlistarinnar eru jólin og stefnt að því að koma lögunum í hina árlegu jólalagakeppni Rásar 2.
Hljóðupptökurnar eru unnar af nemendum í UTT 272. UTT-nemendur eru í námi í upptökutækni og er aðallega unnið með forrit sem heitir Pro Tools en það er lang vinsælasta upptökuforritið meðal atvinnumanna og er að finna í nær öllum hljóðupptökuverum landsins.tonsm2
Á meðfylgjandi myndum má sjá Tónsmiðjunemann Hrólf Geir Björgvinsson spila á trommur og á hinni glittir í Daníel Sebastíansson UTT-ara í upptökubúrinu.