Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar

Fimmtudaginn 14. apríl fór fram Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar í Háskólanum í Reykjavík.  Þar fengu 11 fyrirtæki tækifæri til að kynna sig fyrir framan fullan sal af fólki og dómnefnd.  Í dómnefnd sátu Hildur Kristmundsdóttir útibússtjóri hjá Íslandsbanka, Páll A. Jónsson framkvæmdastjóri Mílu og Kristján Kristjánsson verkefnisstjóri hjá Innovit.  Það var mikil spenna á meðal þátttakenda og margar frábærar kynningar á efnilegum hugmyndum. Einn hópur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands fékk tækifæri til að kynna sitt fyrirtæki og stóð sig frábærlega. Glæsileg frammistaða hjá vel reknu fyrirtæki!