Uppskeruhátíð

Að loknum skóladegi síðasta vetrardag komu nemendur í þremur fata- og textíláföngum saman fyrir framan salinn í Odda ásamt kennara og fögnuðu uppskeru annarinnar.

Hver og einn nemandi bauð til sín gesti eða gestum, allir lögðu eitthvað í púkk til að nasla og svala þorsta.

Nemendur sýndu verkefni sín, eigin hönnun, vinnumöppur, verkefni í vinnslu og/eða voru íklæddir eigin hönnun. textEinn útvegaði sér sýningardömu, annar skemmti með fallegri tónlist og þeir sem voru uppteknir stilltu upp gínum með afurð sinni eða öðru áhugaverðu sem vert var að sýna.

Báðir skólameistarar mættu, vinir, skólafélagar, systkin, börn og makar. Stemningin var góð og nokkuð víst að hugmyndin verður endurtekin. Kennari er Helga Jóhannesdóttir.