Upplýsingar um fyrirkomulag kennslu á meðan lokun stendur

Eftirfarandi úrræði verða notuð til kennslu og samskipta á meðan lokun skólans stendur yfir fram til 15. Apríl

  • Kennari nýtir Innu, Teams í Office 365 og/eða aðra samskiptamiðla sem hann hefur notað fram til þessa og virka til að koma námsefni til nemendur og vera í samskiptum við þá. 
  • Gert er ráð fyrir að kennari verði í sambandi við nemendur í hverri viku. Samskiptin verða í samræmi við stundaskrá og samkvæmt ákvörðun kennara í áfanganum. 
  • Kennari skráir ekki viðveru en fylgist með að nemendur séu virkir í verkefnum til að sjá hvort nemandinn sé að sinna námi sínu. 
  • Námsmati þeirra áfanga sem gera ráð fyrir að mæting/viðvera sé hluti af lokaeinkunn verður breytt. Slíkt námsmat á ekki við í þeim aðstæðum sem nú ríkja. Hins vegar verður ástundun og virkni látin gilda áfram. 
  • Náms- og starfsráðgjafar verða með símatíma: Sjá hér. Nemendur eru hvattir til að leita til þeirra ef að þeir þurfa aðstoð við námið eða lenda í erfiðleikum með skipulagningu.

  • Tölvuþjónusta FSu er með tölvupóst sos@fsu.is. Ragnar verður til aðstoðar í síma 480 8158 frá 8:00 til kl. 14:00 virka daga og ef ekki næst samband má prófa Helga í síma 480 8146. Ef lykilorð inn á Office365 er gleymt þarf að hringja í þessi númer og þá verður sett nýtt lykilorð. 

 

Mikilvægt er að nemendur haldi áfram að sinna námi sínu og noti Innu daglega til að halda sig við efnið. Allir kennarar munu gera sitt allra besta til að styðja við nemendur og svara spurningum sem vakna. Gott er ef forráðamenn hvetji og aðstoði nemendur eftir föngum.

 

Nemendur og forráðamenn geta sent skilaboð á kennara í gegnum Innu og eða í tölvupósti. Tölvupóstföng kennara má finna hér.

Hægt er að senda fyrirspurnir á skrifstofu skólans á fsu@fsu.is varðandi önnur erindi.