Upplyfting á Bollastöðum

Nú á vorönn varð til skemmtileg hefð í kennarahópnum. Hún felst í því að kennarar hinna ýmsu starfstöðva í skólanum skiptast á að skipuleggja uppákomur á Bollastöðum í morgunkaffinu á föstudögum. Er þetta gert til að létta lundina í öllu krepputalinu.

Tölvuþjónustan reið á vaðið með söng og hljóðfæraslætti. Þá kom röðin að bókasafninu með skemmtilegan keðjusöng og síðasta föstudag stóð Ráðagerði fyrir frumlegu bingói. Næst er komið að Vestri-Andrésfjósum að leika listir sínar.