Upphaf vorannar 2021

Nú fer skólinn aftur af stað fimmtudaginn 7. janúar samkvæmt stundaskrá. Hún er örlítið breytt frá fyrra skipulagi þar sem nánast allir tímar eru í tvöföldum samliggjandi tímum. Það þýðir að þið mætið bara 2x í hverja námsgrein í stað 3x áður.

Þessi breyting gildir á þessari önn til að létta álagið á ykkur á hverjum degi, þið verðið í færri námsgreinum á dag með tilheyrandi verkefnaskilum og samskiptum við kennara og þ.h..

Fyrstu tveir dagar vorannar, 7. og 8. jan. verða rafrænir og í fjarnámi í öllu bóknámi, íþróttum, myndlist, leiklist, hönnun og textíl.

Eingöngu nemendur í verknámi (rafvirkjun, vélvirkjun, húsasmíði, háriðn, grunnnnámi ferða- og matvælagreina) mæta í skólann í tíma fimmtu- og föstudag, 7., 8. janúar og svo áfram.

Öll kennsla fer fram samkvæmt stundaskrá á vorönn hjá öllum nemendum mánudaginn 11. janúar. Ef breyting verður á reglugerðinni sem framhaldsskólar vinna eftir verður það tilkynnt.

Reglur um sóttvarnir:

  • ALLIR ÞURFA AÐ BERA GRÍMUR Í SKÓLANUM ALLAN TÍMANN SEM DVALIÐ ER Í SKÓLANUM. Þið sem eigið grímur notið þær endilega.
  • Það þarf að spritta alla snertifleti í stofum í lok hvers tvöfalda tíma hjá kennara.

Kennari stjórnar - þið vinnið verkið.

  • Þið þurfið að spritta ykkur sem oftast yfir daginn.
  • Það má ekki færa til stóla í alrýmum eða í mötuneyti, það eru bara 3-4 stólar við hvert borð og þannig á það að vera allan daginn.
  • Ekki er ætlast til að þið séuð að „hanga“ í skólanum ef þið eruð ekki í tímum.
  • Samskipti eiga að vera snertilaus.

Um leið og nemandi er búinn í skólanum á hann að fara úr skólanum ef hægt er (ef hann er ekki háður strætó og þarf að bíða eftir næstu ferð). Það á að bíða á bókasafni eða í námsverinu sem komið verðu upp í salnum þegar hann er ekki í notkun (fínt að nota tímann til að læra). Einnig í miðrými en eingöngu 4 nemendur mega sitja við hvert borð, allir með grímu.

Selfyssingar þurfa að fara heim í götum þar sem ekki er ætlast til að nemendur séu að „hanga“ í skólanum, þá er hætta á hópamyndun sem okkur er óheimilt að stofna til.

Nemendur á Selfossi þurfa líka að fara heim í hádeginu til að næra sig. Það verður gefinn örlítið rýmri tími eftir hádegið, merkt verður við kl. 12:50, þið þurfið að reyna að mæta kl. 12:40 í tíma ef hann er í stundaskrá ykkar.

Mötuneytið verður opið í hádeginu fyrir nemendur sem koma lengra frá (allir utan póstnúmers 800) og geta ekki farið heim í hádeginu. Mötuneytið verður hólfaskipt (3 hólf). Ekki mega vera fleiri en 30 nemendur í hverju hólfi í einu. Nemendur eru beðnir um að yfirgefa mötuneytið strax eftir matinn með grímuna á andlitinu.

Kennslustofur verða opnar og þar getið þið verið á milli tíma þar til næsti tími hefst. Alltaf þarf að spritta snertifleti þegar stofa er yfirgefin.

Skólahaldið ræðst af því hvað þið verðið dugleg að halda reglur um sóttvarnir.

Ef það gengur ekki er hætt við að við þurfum að færa námið aftur í fjarnám eða að útiloka nemanda sem brýtur reglurnar, frá skólasókn.

Ég vona sannarlega að ekki komi til þess.

Þau ykkar sem þurfið að nýta strætó í og úr skóla þurfið að kynna ykkur tímatöflu á www.straeto.is . Upplýsingar um kortakaup er að finna á vefnum og á skrifstofu skólans.

Sértímatafla gildir um strætó innan Árborgar og er frétt um það á heimasíðunni www.arborg.is 

Búið er að opna Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin.

Nýtt stundaskrá kerfi fyrir vorönn 2021: