Upphaf haustannar 2015

Önnin hefst á nýnemadegi þriðjudaginn18. ágúst kl.8:30. Dagurinn er aðallega ætlaður nýnemum, en aðrir nemendur, sem aldrei hafa áður stundað nám í Fsu, eru einnig velkomnir.  Nemendur munu fá afhentar stundarskrár, fá kynningu á skólanum, tölvukerfunum, nemendafélaginu og mörgu fleira. Dagskrá nýnemadags lýkur um kl.13:15.  Bóksalan verður opin frá kl. 13:00 – 15:00. Stræ´tó fer kl. 14. Nemendur sem koma frá Hveragerði geta tekið strætó kl. 13.55.

Þriðjudaginn 18. ágúst kl. 9.00 opnar Inna fyrir nemendur.

Þriðjudaginn 18. ágúst kl.13:00 hefjast töflubreytingar. Aðeins er um að ræða þennan eina dag fyrir töflubreytingar. Fyrirkomulag töflubreytinga verður með hefðbundnu sniði, en einnig verður boðið upp á þann kost að sækja um töflubreytingar rafrænt í gegnum Innu. Leiðbeiningar varðandi rafrænar töflubreytingar verða birtar mánudaginn 17. ágúst

Athugið að töflubreytingar eru aðeins samþykktar í undantekningartilvikum.

Kennsla samkvæmt stundarskrá hefst miðvikudaginn 19. ágúst kl. 8.15 að lokinni stuttri skólasetningu.