Upphaf haustannar

Nú er undirbúningur fyrir nám á haustönn 2017 komið á fullt skrið.

Inna opnar kl. 9:00 fimmtudaginn 17. ágúst. 

Fimmtudaginn 17. ágúst er nýnemadagur og verður dagskrá hans auglýst hér á vefnum og send út til nýnema í byrjun næstu viku.

Nemendur eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um Strætó á heimasíðu skólans þegar nær dregur skólabyrjun.

Sama dag verða töflubreytingar vegna haustannar milli kl. 10-12. Aðeins er hægt að breyta töflum á þessum tíma og eingöngu rafrænt. Nánara skipulag vegna töflubreytinga verður birt í næstu viku.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl.8.15 föstudaginn 18. ágúst.