Unnið með lagatexta í íslensku

Nemendur í íslensku 202 hjá Bryndísi Guðjónsdóttur hafa verið að vinna með sönglög og texta. Nemendurnir  fá verkefni þar sem þau vinna með íslenska texta. Þau kynna sér hljómsveitina og skrifa um hana. Nemendur skoða textana og vinna með uppbyggingu þeirra og innihald. Að lokum setja þau efnið upp á veggspjöld sem þau kynna síðan fyrir samnemendum sínum. Þetta er ný nálgun í ritun ísl 202 . Á myndinni má sjá hópinn að störfum.