Ungmennaþing Árborgar 8. nóv.

Ungmennaþing Árborgar, sem halda átti um síðustu helgi, fer fram sunnudaginn 8. nóvember kl.14:00 í Pakkhúsinu, ungmennahúsi Árborgar að Austurvegi 2b (fyrir aftan bókasafnið). Þingið er ætlað öllum ungmennum í Árborg. Markmið þingsins er að skoðanir ungmenna úr öllum byggðarkjörnum Árborgar komi fram og er lögð áhersla á málefni Sveitarfélagsins Árborgar. Niðurstöður þingsins verða síðan afhent bæjarstjórn Árborgar. Yfirskrift þingsins er: “Ekki sitja heima og röfla, komdu þinni skoðun á framfæri.”  Nemendur FSu eru hvattir til að mæta.