Ull í fat

Dagana 2. til 12. mars héldu nemendur og kennarar í textíláfanganum THL136 svonefnda ullarviku í stofu 304. Einnig var farið í vettvangsferð í ullarsetrið að Þingborg.

Byrjað var á að hanna einfaldan nytjahlut. Síðan var ull valin, hún undirbúin, þæfð og síðast saumuð saman. Uppskrift að verkefninu var útbúin ásamt bæklingi  og verður hægt að sjá uppskeruna á vorsýningu Textíldeildar í annarlok.