Týnd í tíma (er það F?)

Söngkeppni NFSu 2009 verður haldin með pompi og prakt í Iðu þann 12. nóvember klukkan 20:00. Þemað að þessu sinni er Tímaflakk. Á keppninni má því sjá klukkur, tímavélar, hippa, pönkara og ótal margt fleira úr fortíðinni. Í leikþáttunum má auk nemenda sjá einn ónefndan kennara sem fenginn var til að leika hlutverk í myndböndunum sem verða sýnd á keppninni. 30 nemendur skráðu sig í keppnina og 15 komust áfram svo það verður flott og hæfileikaríkt fólk sem að mun stíga á svið í Iðu og keppa til sigurs. Verður spennandi að sjá hver kemst áfram í stóru keppnina. Allir eru hvattir til að mæta og upplifa góða kvöldstund. Miðasala fer fram í skólanum í öllum hádegistímum fram að keppni, í herrafataversluninni Barón.   Miðaverð er 1700 fyrir félaga og 2000 fyrir aðra gesti.