Tungumálarefill kominn upp

Evrópska tungumáladaginn, sem haldinn er 26. september árlega, ber upp á sunnudag að þessu sinni.  Því kom upp sú hugmynd meðal tungumálakennara FSu að vera vikuna á undan með einhvers konar uppákomu í tilefni af þessum degi og vekja þannig athygli á þeim tungumálum sem kennd eru við FSu. Hengdur hefur verið upp langur refill úr dagblaðapappír í alrými skólans og munu tungumálakennarar senda nemendur sína niður í alrýmið til að líma á hann texta af ýmsu tagi á erlendum málum. Sem dæmi um textagerðir má nefna ljóð, skilaboð, uppskriftir, málshætti, skrítlur o.fl.  Á myndinni má sjá nokkra tungumálakennara skólans undirbúa gjörninginn sem stendur yfir 20. - 24. september.