Tískusýning

Einskonar tískusýning fór fram í Nytjamarkaðnum á Selfossi, að loknum hefðbundum skólatíma í FSu, fimmtudaginn 27.nóvember. Nemendur í áfanganum THL103 Fatahönnun komu sér fallega fyrir á áberandi stað í versluninni, þar sem kennari þeirra og þau sjálf kynntu samvinnuverkefnið "VINTAGE" fyrir gestum og gangandi. Hluti af verkefninu fólst í því að fara í vettvangsferð í "Nytjó", ná sér í innblástur, kaupa ódýr, notuð föt, sem síðar var umbreytt í eigin hönnun. Vel heppnuð uppskeruhátið, þar sem síðasta verkefni hönnunarnámsins, "Að koma sköpun sinni á markað" var framkvæmt með glæsibrag !