Tilfærsla Office365 til HÍ og eyðing gagna

Gagnaeyðing
Gagnaeyðing

Vegna fyrirhugaðrar tilfærslu Office365 aðgangs FSu til Háskóla Íslands verður núverandi Office365 aðgangi nemenda eytt. Þar með eyðast gögn í Teams, póstur í Outlook og gögn vistuð á Onedrive. Áætlað er að tilfærslan og þar með gagnaeyðingin hefjist eftir 20. júní næstkomandi. Nemendur eru því vinsamlegast beðnir um að forða þeim gögnum sem þeir ætla sér að eiga fyrir þann tíma. Nýr Office365 aðgangur fyrir nemendur verður síðan tekinn í notkun við upphaf næstu annar. Frekari upplýsingar veitir kerfisstjóri í s. 480 8158 eða með tölvupósti á netfangið sos@fsu.is.