Tíðindi úr Fimleikaakademíu

Það er í mörgu að snúast hjá stelpunum í fimleikaakademíunni núna á síðustu metrunum, dansnámskeið nýafstaðið og úrslitakeppni Íslandsmótsins framundan á föstudag og laugardag nk. í Iðu.

 

Miðvikudaginn 22. apríl sl. fékk akademían gestakennara í heimsókn, Stellu Rosenkranz sem er danskennari og yfirkennari dansstúdíó World Class.  Hún var með stelpurnar í danstíma og kenndi þeim „contemporary jazz dans" sem nýtist þeim vel í fimleikunum.  Þetta vakti mikla lukku enda margir góðir dansarar í fimleikaakademíunni.  Kennarinn var ánægður með duglegar og áhugasamar stelpurnar sem stóðu sig vel.  

fiml2apr09 Föstudaginn 1. maí er úrslitakeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum en hún er haldin á heimavelli í íþróttahúsi Iðu.   Hópurinn keppir til úrslita á einstökum áhöldum og um sæti að komast á Norðurlandamót 16 ára og eldri  sem haldið verður í Finnlandi í október 2009.  Mótið verður jafnt og spennandi og mæta öll bestu lið landsins til keppni og eru keppendur í öllum flokkum, karlalið, kvennalið og blönduð lið.  Mótið hefst klukkan 15:00 1.maí.  Nú er mikilvægt að fylla húsið J

Laugardaginn 2. maí er úrslitakeppni í fjölþraut og hefur hópurinn unnið sér þátttökurétt í þeim úrslitum en það gerðu þær í undankeppninni sem fram fór í Kópavogi 18.apríl.  Úrslitin á laugardaginn hefjast klukkan 13:30 og fara einnig fram í Iðu.