Þýskukennsla undir smásjánni

Tvær þýskar sómakonur höfðu á dögunum viðdvöl í FSu. Þetta voru þær Sabine Sennefelder og Edda Meyer sem eru að afla sér kennsluréttinda í þýsku hér á landi. Hafa þær lokið BA-námi í þýsku við HÍ og eru nú í mastersnámi við sömu stofnun. Eitt af verkefnum þeirra í því námi er að hljóðrita og greina kennslustundir við íslenska framhaldsskóla í ÞÝS 403 og 5X3.  Þær hafa komið fjórum sinnum í heimsókn í FSu og lýstu því yfir við Ingis þýskukennara að FSu-hópurinn í ÞÝS 503 „hefði hækkað standardinn“ innan rannsóknarinnar. Taki þeir til sín sem eiga.