Þýskan í leikhús

Um tveir tugir þýskunema steðjuðu í Borgarleikhúsið að kvöldi fimmtdagsins 26. mars. Þar sáu þeir hið ágæta verk Friedrichs Dürrenmatt „Der Besuch der alten Dame" sem eitt sinn hét á íslensku „Sú gamla kemur í heimsókn“ en heitir nú „Milljarðamærin snýr aftur“. Létu nemendur nokkuð vel af sýningunni. „Als Zusatz“ sáu nemendur örstykkið „Sjö gyðingabörn“ og þótti hún litlu síðri.