Þverfagleg samvinna í skapandi greinum

Á vorönn fór fram spennandi þverfagleg samvinna milli þriggja áfanga á sviði skapandi greina. Áfanginn LEK103 Leiklist, í umsjón og kennslu Guðfinnu Gunnars. setti upp tvö leikrit, Perfect og Tjaldið. Nemendur í áfanganum THL113 Hönnun og hugmyndavinna fengu það verkefni að hanna búninga á ellefu persónur í leikritinu Perfect. Einn nemandi fór alla leið og framleiddi búning á "alvöru leikara". Helga Jóhannesdóttir kennir hönnunaráfangann.Nemendur í KOK 273, kvikmyndagerð, sáu alfarið um gerð myndbanda sem notuð eru  í öðru leikritinu. Málfríður Garðarsdóttir sér um kennslu kvikmyndagerðar.  perfect6Þarna fengu margir nemendur reynslu í að vinna undir tímapressu að ólíkum verkefnum þar sem listgreinarnar þrjár sköruðust. Sýningar á Tvíleik; Perfect og Tjaldið standa enn yfir, næstu sýningar eru 11, 14 og 15. apríl. Leikhópurinn fer svo með verkin á leiklistarhátíð á Stokkseyri dagana 19 -20. apríl.

Myndirnar eru teknar á generalprufu. Myndasmiður var Hermann Snorri.