Þrymskviða lifnar við í íslensku 303

Nemendur í íslensku 303 sköpuðu sín eigin verk upp úr Þrymskviðu sem fjallar um ferð Þórs í jötunheima þar sem hann þarf að dulbúast sem Freyja frjósemisgyðja til að endurheimta hamarinn sinn Mjölni. Mörg frábær verk komu fram á sjónasviðið í máli, myndum og tónlist. Hér má sjá smá sýnishorn af vinnu nemenda, útvarpsþáttur þar sem þrumuguðinn Þór situr fyrir svörum og hluti af myndasögu um efnið. Snilld og sköpunargleði nemenda leynir sér ekki. Kennari þessa hóps er Rósa Marta Guðnadóttir.

Hlusta má á útvarpsþáttinn hér.