Þrískólafundur

Lögn hefð er fyrir sameiginlegum fundum FSU, FS og FVA.
Lögn hefð er fyrir sameiginlegum fundum FSU, FS og FVA.

Löng hefð er fyrir samvinnu FSu, Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Samstarfið felur í sér samráð bæði milli stjórnenda og starfsfólks skólanna þriggja, þar sem skólarnir eiga ýmislegt sameiginlegt varðandi námsframboð og starfsumhverfi. Á tveggja ára fresti hittist allt starfsfólk skólanna þriggja, heldur samráðsfundi og hlýðir á erindi. Á mánudag féll niður kennsla, en þá kom starfsfólk FS og FVA í heimsókn hingað í FSu. Dagurinn var nýttur til fundahalda, en einnig til að hlusta á fróðleg erindi. Jón Torfi Jónasson, prófessor í HÍ, hélt erindi um niðurstöður rannsókna  í framhaldsskólum og Anna Steinsen frá Kvan hélt erindi um samskipti og þrautseigju.

Hópurinn sér niður í smærri einingar yfir daginn og völdu menn sér umræðuhópa eftir kennslugreinum. Var mál manna að vel hefði tekist til og gott og gagnlegt fyrir starfsfólk skólanna að bera saman bækur sínar og ræða um skólastarfið.