Þrískólafundur

Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í svokölluðu þrískólasamstarfi með Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Samstarfið felur í sér samráð bæði milli stjórnenda og starfsfólks skólanna þriggja, þar sem skólarnir eiga ýmislegt sameiginlegt varðandi námsframboð og starfsumhverfi.

Á mánudag féll niður kennsla, en þá kom starfsfólk FS og FVA í heimsókn hingað í FSu. Dagurinn var nýttur til fundahalda, en fyrir hádegi héldu þær Sjöfn Guðmundsdóttir, kennari við Menntaskólann við Sund og Ester Ýr Jónsdóttir, raungreinakennari  við FSu, erindi um sjálfbærni. Erindið var mjög fróðlegt, en þær kynntu hugtakið sjálfbærni í tengslum við nýja námsskrá framhaldsskóla þar sem sjálbærni er einn af grunnþáttum hennar.agnes_sjofn

Eftir hádegismat skipti hópurinn sér niður í smærri einingar og völdu menn sér umræðuhópa eftir kennslugreinum. Var mál manna að vel hefði tekist til og gott og gagnlegt fyrir starfsfólk skólanna að bera saman bækur sínar og ræða um skólastarfið.

Á myndinni hér til hægri má sjá þær Ester Ýr og Sjöfn, fyrirlesara fundarins. Myndirnar tók Kristín Runólfsdóttir.