Þórey Hekla sigraði söngkeppni FSu 2018

Þórey Hekla, sigurvegari söngkeppni FSu.
Myndina tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Þórey Hekla, sigurvegari söngkeppni FSu.
Myndina tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Þórey Hekla Ægisdóttir er sigurvegari söngkeppni FSu 2018, en keppnin fór fram í gærkvöld. Þórey Hekla söng lagið It´s a man´s world. Í öðru sæti var Gígja Marín Þorsteinsdóttir með lagið Turning tables og í þriðja sæti varð Kolbrún Katla Jónsdóttir með lagið I have nothing.  Sérstök verðlaun voru veitt fyrir sviðsframkomu og flott atriði, en það var Hermann Snorri Hoffritz sem hreppti þau með flutningi á frumsömdu lagi. Alls tóku tíu atriði þátt í keppninni og alltaf jafn gaman að sjá hversu miklir hæfileikar finnast meðal nemenda á tónlistarsviðinu.

Keppnin var glæsileg að venju, en þetta er langstærsti viðburður á vegum nemendafélagsins á hverri haustönn. Þema kvöldsins var “Taktu flugið” og var íþróttahúsið skreytt hátt og lágt í samræmi við það.