Þor JA festist á mynd

Frumkvöðlahópurinn Þor JA sem vann til verðlauna á uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar
Álfhildur með verðlaunin
24. apríl sl. náðist loks saman á mynd nú nýverið. Efri röð frá vinstri: Oddur Benediktsson, Brynjólfur Þorsteinsson, Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Vilhjálmur Sveinsson og Helgi Harðarson. Neðri röð frá vinstri: Rúnar Geir Ólafsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Erla Hezal Duran, Inga Margrét Jónsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Hilmar Tryggva Finnsson. Verðlaunin hlaut hópurinn fyrir mesta nýsköpun og frumlegheit í keppninni. Tekið var fram að viðurkenningin væri ekki aðeins fyrir þessa einu hugmynd heldur allar þær sem Þor JA var með á teikniborðinu. Álfhildur Eiríksdóttir kennir frumkvöðlaáfangann og hafa nemendur hennar áður unnið til verðlauna á þessum vettvangi.