Tapsárir Flóamenn við æfingar

Það er ekki slegið slöku við æfingar hjá Tapsárum Flóamönnum enda styttist í mikilvægustu keppni ársins, einvígið við Hyski Höskuldar sem háð verður í Mýrdalnum, höfuðvígi Fagradalsættarinnar,  þann 21. maí næstkomandi.   Til að undirbúa sig fyrir keppnina nota sveitarmeðlimir,  þeir  Árni Erlingsson,  Ingis Ingason,  Ingvar Bjarnason, Helgi Hermannsson og nýliðinn, Hannes Stefánsson,  hvert augnablik sem gefst frá amstri dagsins til æfinga, bæði spilaæfinga og  úthaldsæfinga.  Æfingar felast í fjallgöngum, lyftingum og einnig að spila á ýmsum mótum vítt og breitt um landið.  Á myndinni sést ein af aukaafurðum æfinganna, bikar fyrir Suðurlandsmeistaratitil í tvímenningi sem einn Tapsár, ásamt fyrrum leiguspilara, vann um síðustu helgi þannig að sveitin er ekki árennileg.