Taphrinu Tapsárra lokið.

Á myndinni má sjá frá vinstri:  Höskuld Jónsson,  Ívar J. Arndal, Daða Garðarsson,  Bergþór Njál Kár…
Á myndinni má sjá frá vinstri: Höskuld Jónsson, Ívar J. Arndal, Daða Garðarsson, Bergþór Njál Kárason, Pétur Guðmundsson, Ingvar Bjarnason, Ingis Ingason, Hannes Stefánsson og Helga Hermannsson. Á myndina vantar sveitaforingja Tapsárra Flóamanna, Árna Erlingsson.
Myndin var tekin haustið 2015 og eins og sést á myndinni heldur Ingis Ingason fast um bikarinn en það dugði skammt því Hyskið vann næstu 3 ár.

Þann  11. maí var fyrri einvígisleikur ársins milli Hyskis Höskuldar og Tapsárra Flóamanna (bridgesveitar starfsmanna FSu)  spilaður að Merkurlaut á Skeiðum.  Leikurinn endaði  94 – 35 í impum fyrir Tapsára Flóamenn, sem er, af fróðum mönnum talið, erfitt að flokka sem jafntefli. Tapsárir standa því betur að vígi fyrir seinni leik ársins sem fer oftast fram á haustdögum.    
Eftir 61 keppnisleik og 30,5 ár er staðan í einvígi þessara fornu "fjenda" þannig að Tapsárir Flóamenn hafa skorað 4.920 impa en Hyskið 4.782.  Vinningsstig standa 923 fyrir Flóamenn á móti 885 hjá Hyskinu.  Flóamenn hafa unnið 31 leik en Hyskið 30 en Hyski Höskuldar hefur unnið bikarinn 16 sinnum en Tapsárir eingöngu 14 sinnum.  Vonast Flóamenn eftir því að staðan í haust verði 16-15 og bikarinn langþráði fái aftur að skína á hillunni á Bollastöðum.  Bikarinn hefur ekki sést þar síðustu 3 ár eftir óvenju langa taphrinu Tapsárra.