Sýning á Bollastöðum
			
					28.03.2011			
	
	Nú stendur yfir list- og handverkssýning starfsmanna FSu á Bollastöðum. Þar getur að líta verk unnin á ýmsan hátt, svo sem útsaum, vefnað, hekl og annað sem blaðamaður kann ekki að nefna. Meðal verka má nefna veggteppi stór og smá, dúka, skírnarkjól og ýmis smærri plögg sem starfsmenn hafa galdrað upp úr handröðum sínum.
				






