Sungið og spilað í gryfju

Gummi Tóta tók lagið fyrir nemendur.
Gummi Tóta tók lagið fyrir nemendur.

Í fundargati á miðvikudögum gefst oft tækifæri til að bjóða upp á uppbrot fyrir nemendur. Nýlega kíkti fyrrverandi nemandi í heimsókn með gítarinn sinn og tók nokkur lög í Gryfjunni í miðrými skólans. Þarna var á ferðinni Guðmundur Þórarinsson eða Gummi Tóta eins og hann er oftast kallaður, knattspyrnu – og tónlistarmaður.