Styrktarkvöldverður hjá grunndeild matvæla- og ferðagreina

Grunnnám ferða- og matvælagreina við FSu  bauð upp á 3ja rétta styrktarkvöldverð fyrir 40 manns í mötuneyti skólans miðvikudaginn 11.mars. Þar mættu foreldrar, kennarar og aðrir gestir. Nemendur brautarinnar voru alla vikuna að undirbúa og að elda fyrir þennan viðburð. Þau fengu grænmetið og blómin úr uppsveitunum og kjötið frá SS. Hópnum var skipt niður í þjóna og kokka. Tilgangur kvöldverðarins var að safna fyrir vettvangsferð  þar sem nemendur munu kynna sér matvælabrautina við VMA á Akureyri, en að auki að æfa sig í samvinnu, framleiðslu og framreiðslu. Kvöldið heppnaðist vel og þakka nemendur fyrir góðan stuðning. Matseðilinn hönnuðu nemendur í samráði við kennara, en hann má sjá á meðfylgjandi mynd. matsFleiri myndir má finna á fésbókarsíðu skólans.

Kennari er Guðríður Egilsdóttir.