Stuttverkahátíð leiklistar- og íslenskunemenda

Leiklistarnemendur léku verk eftir nemendur í ritlist og tjáningu.
Leiklistarnemendur léku verk eftir nemendur í ritlist og tjáningu.

Nemendur í leiklist og nemendur í íslenskuáfanga í ritun og tjáningu héldu nýverið uppskeru- og leiklistarhátíð þar sem sýnd voru 9 stuttverk. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskuáfanga í skapandi skrifum á 3. þrepi og leiklistaráfanga á 1. og 2. þrepi undir stjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur og Guðbjargar Grímsdóttur. Nemendur í skapandi skrifum bjuggu til stuttverk sem nemendur í leiklist fengu svo í hendur til að útfæra og æfa. Sýnt var á ýmsum stöðum í skólanum og ferðuðust áhorfendur með hópunum til að horfa. Meðal annars var sýnt í Gryfjunni, salnum, í opnu rými við mötuneyti og víðar. Áhorfendur skemmtu sér konunglega og gaman fyrir höfundana að sjá verkin sín lifna við.  

Fleiri myndir má finna á vef skólans.