Upphaf vorannar - kennsla hefst. Stundatöflur og töflubreytingar.

-Fimmtudaginn 4 janúar kl. 09.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá, föstudaginn 5. janúar kl. 8:15.

-Nemendur eru beðnir að athuga sérstaklega vel hvort þeir hafi þar hæfilegan fjölda (f)eininga. Fullt nám miðast við 30 (f)einingar á önn og því ættu nemendur sem ætla sér að vera í fullu námi að miða við þann (f)einingafjölda.

-Einstaka nemendur hafa fengið of fáar einingar í stundatöflur sínar. Yfirleitt er skýringin sú að þeir áfangar sem nemandi valdi passa ekki saman í stundatöflu og/eða að nemandi hafi ekki valið nægilega marga varaáfanga.

Rafrænar töflubreytingar

Nemendur sem þurfa að láta breyta stundatöflum sínum þurfa nú að óska eftir töflubreytingu, rafrænt í Innu, fimmtudaginn 4. janúar milli 10:00 og 13:00. Nemendur sjá síðdegis eða undir kvöld hvort tafla þeirra hafi breyst samkvæmt ósk eða ekki. Hafi taflan ekki breyst hefur ekki verið unnt að gera breytinguna þar sem hópar eru oft orðnir fullir.

Athugið að töflubreytingar eru aðeins samþykktar ef um nauðsynlegar breytingar er að ræða s.s.

   a) ef nemandi er með of fáar eða of margar einingar í töflu

   b) að forsendur hafi breyst t.d. vegna falls í áfanga

Ekki er hægt að fá töflubreytingu eingöngu til að skipta um hópa.

Nemandi sem hyggst bara hætta í áfanga en ekki fá annan í staðinn getur gert það með því að fylla út eyðublað á skrifstofu skólans fram til föstudagsins 12. janúar.

Útskriftarnemendur

Nemendur sem hyggjast útskrifast í maí eru beðnir um að skrá sig til viðtals við áfangastjóra á eyðublað sem hangir á skrifstofuhurð hans. Áfangastjóri verður með sérstaka viðtalstíma vegna þessa föstudaginn 5. janúar og mánudaginn 8. janúar.

Smellið hér til að nálgast leiðbeiningar vegna rafrænna töflubreytinga

Stokkatafla

Áfangar í stokkum (sjá stokkatöflu)