Stundatöflur og töflubreytingar

Stundatöflur og töflubreytingar

-Þriðjudaginn 18.ágúst kl. 09.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar.

-Nemendur eru beðnir að athuga sérstaklega vel hvort þeir séu í réttum áföngum og með hæfilegan fjölda (f)eininga. Fullt nám miðast við 30 (f)einingar á önn og því ættu nemendur sem ætla sér að vera í fullu námi að miða við þann (f)einingafjölda.

-Sumir nemendur hafa fengið of fáar einingar í stundatöflur sínar eða jafnvel of margar. Yfirleitt er skýringin sú að þeir áfangar sem nemandi valdi passa ekki saman í stundatöflu eða að nemandi hafi ekki valið nægilega marga varaáfanga. Nemendur sem vilja láta leiðrétta stundatöflur sínar þurfa að óska eftir töflubreytingu, hægt er að óska eftir töflubreytingum rafrænt í Innu eða að mæta í skólann á milli kl. 13 og 16 þriðjudaginn 18.ágúst. Nemendur sem mæta í töflubreytingar skulu taka númer á skrifstofu. Allar óskir um töflubreytingar þurfa að hafa borist fyrir kl. 17 þriðjudaginn 18. ágúst. Nemendur sem hyggjast útskrifast um jól hafa lengri frest og geta leitað til námsferilsstjóra og áfangastjóra til að fara yfir námsferil.

Vegna breytinga á námskrá þar sem áfangar hafa breyst og nöfn áfanga hafa breyst virðast nokkrir nemendur vera með ranga áfanga í vali. Í sumum tilfellum hafa nemendur valið áfanga sem þeir hafa jafnvel tekið áður. Því eru nemendur beðnir að skoða vel þá áfanga sem þeir eru að fara í á komandi önn. Í eftirfarandi lista, sem gefinn var út til leiðbeiningar á síðustu önn, geta nemendur skoðað ný nöfn áfanga og nöfn sambærilegra eldri áfanga. Nemendur fá EKKI einingar fyrir áfanga, hafi þeir lokið sambærilegum áfanga áður.