Stuð í StarFSu

Mikil gróska og gleði einkennir starf Starfsmannafélags FSu og margt á döfinni þar.
     7. febrúar nk. er stefnt að hinum árvissa Alviðrudegi. Þá safnast starfsmenn skólans saman í Alviðru í Ölfusi, fræðast um valið efni, njóta útivistar og samveru og snæða góðan mat. Næringarlega séð verður grískt þema í ár. 
     Laugardaginn 28. feb. verður farið í  Borgarfjörðinn og nýi menntaskólinn þar skoðaður. Eftir það verður haldið í Landnámssetrið, horft og hlýtt á leiksýninguna Brák, kvöldverður snæddur og að því loknu ekið heim. 
     Í mars verður einnig farið í leikhús. Upp úr því fer að styttast í sauðburðinn hjá Lárusi ...