Stofnfundur umhverfisnefndar FSu

Nemendur í  umhverfisnefndinni: talið frá vinstri: Sesselía Hansen, Sveindís Auður Rafnsdóttir, Andr…
Nemendur í umhverfisnefndinni: talið frá vinstri: Sesselía Hansen, Sveindís Auður Rafnsdóttir, Andrea Thorstenson, Sigurbjörg Eva Helgadóttir, Jakob Burgel og Sigdís Erla. Á myndina vantar: Maríu Jónsdóttur, Svandísi Viðju, Ísak Þór og Svein Ægir.

Stofnfundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 16. nóv síðastliðinn. Þar voru flottir fulltrúar nemenda mættir til að leggja sitt af mörkum í umhverfimálum bæði við skólann og í samfélaginu. FSu er skóli á grænni grein og stefnan er tekin á að verða brátt Grænfána skóli. Eitt af því sem felst í því að vera gænfána skóli er að velja þemu, sem nemendur vilja vinna með og þemun voru eftirfarandi: Neysla, hnattrænt jafnréttir og loftslagsbreytingar. Við bjóðum þessa stórglæsilegu umhverfisnefnd velkomna til starfa og hlökkum til að fylgjast með spennandi starfi hennar.