Starfsmenn heiðraðir

Á brautskráningu voru óvenju margir starfsmenn kvaddir og heiðraðir við starfslok. Frumkvöðlar sem starfað hafa við skólann nánast frá stofnun hans hafa nú látið af störfum. Þessir starfsmenn hafa mótað skólann, menningu hans og hefðir. Skólameistari og aðstoðarskólameistari afhentu starfsmönnunum bókagjöf við þetta tækifæri. Þeir sem heiðraðir voru eru: Erlingur Brynjólfsson, kennari í sögu, hann hefur starfað við skólann í 30 ár. Eyvindur Bjarnason, kennari í stærðfræði og náms- og starfsráðgjafi hér áður, hann hefur starfað við skólann í 19 ár. Guðrún Þorsteinsdóttir matráður og ræstitæknir, hún hefur starfað við skólann í 31 ár. Hulda Finnlaugsdóttir, sérkennari á starfsbraut, sem hefur starfað við skólann í 9 ár. Hörður Ásgeirsson, sérkennari og kennslustjóri á starfsbraut, en hann hefur starfað við skólann í 22 ár. Margrét Stefánsdóttir, hússtjórnarkennari sem hefur starfað við skólann í 16 ár. Ragnheiður Ísaksdóttir, námsferilstjóri, sem hefur 32 ára starfsferil að baki við skólann. Vera Valgarðsdóttir, kennari í frönsku og lífsleikni sem starfaði við skólann í 29 ár. Þorvaldur Guðmundsson, vélstjóri og kennari í málmiðngreinum, hann hefur starfað við skólann frá upphafi eða í 34 ár.