Starfamessa á morgun

Starfamessan 2017 verður opin almenningi þriðjudaginn 14.mars kl.16-18 í Fjölbrautaskóla Suðurlands, grunn- og framhaldsskólanemendur geta heimsótt Starfamessu milli kl. 10-16.
Við sama tækifæri mun menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson vígja Hamar, hið nýja verknámshús FSu.
Starfamessan miðar að því að kynna fyrir nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskóla og nemendum á 1. og 2. ári í framhaldsskólum á Suðurlandi störf á sviði iðn-, verk- og tæknigreina ásamt starfsumhverfi og fyrirtæki í landshlutanum þar sem fólk með slíka menntun starfar. Áhersla er lögð á að nemendurnir öðlist innsýn í áðurnefnd störf og mögulegar námsleiðir að þeim störfum. Mikill skortur er á nemum innan þessara greina og er þetta verkefni liður í að kynna þær betur fyrir ungu fólki. Á staðnum verða bæði starfsfólk og núverandi nemendur greinanna sem geta gefið góðar upplýsingar um viðkomandi grein og svarað flestum þeim spurningum sem brenna á fólki.
Foreldrar nemenda eru sérstaklega hvattir til að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur.
Sóknaráætlun Suðurlands, Atorka- samtök atvinnurekenda á Suðurlandi og Fjölbrautaskóli Suðurlands.