Stálrósir í málmsmíði

Hugmyndin með áfanganum MSM173 er að gefa þáttakendum innsýn í málmsmíðar, blikksmíði ,málmsuður, TIG , MAG, logsuðu og pinnasuðu einnig og ekki síst mikilvægi nákvæmni við mælingar, borun og að snitta gengjur.
Reynt er að hafa verkefnin þannig að einhvert frjálst val sé um smíðahlutina, dæmi um verkefnin eru bílabúkki, verkfærakassi og stálrósin í mismunandi útfærslu eftir listrænum hæfileikum hvers og eins.Kennari er Ingvar Grétar Ingvarsson.

Stálrósarkertastjakann fallega sem sjá má á myndinni gerði Hrafn Víkingur Arnarsson, nemandi í MSM173.